Algengar spurningar

Hvers vegna hef ég ekki fengið póstinn til að staðfesta skráningu mína?
– Margir póstþjónar hafa öflugar varnir, athugaðu hvort staðfestingapósturinn hafi lent í ruslpóstinum þínum. Ef ekki, sendu okkur póst á mittval@mittval.is.

Hverjir mega skrifa undir listann?
– Allir 18 ára og eldri sem hafa íslenska kennitölu og eru búsettir hér á landi.

Get ég sent undirskriftalistann til fólks sem er búsett hér á landi sem ekki er íslenskumælandi en hefur íslenska kennitölu?
– Já, nú er hægt að þýða síðuna bæði á ensku og pólsku með því að smella á hnapp efst í hægra horninu.

Hvers vegna ætti ég að skrifa undir þetta ákall?
– Hver einasta undirskrift skiptir máli. Nú ríður á að þjóðin sameinist um að koma í veg fyrir að íslenska ríkisstjórnin samþykki þessar breytingar WHO á alþjóðlegri heilbrigðisreglugerð og alþjóðlegum heimsfaraldurssamningi!